Skip to main content

AÐALFUNDUR LAUF – Félags flogaveikra OG ÆSKULÝÐS OG FRÆÐSLUSJÓÐS LAUF, verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2022 kl 17,30 í sal félagsins í Setrinu, Hátúni 10

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, rétt til setu á aðalfundi eiga skuldlausir félagsmenn.

Á fundinum þarf að afgreiða breytingar á lögum félagsins til samræmis við lög nr 110/2021 frá Alþingi um starfsemi almannaheillafélaga.

Þær breytingar sem gera þarf á lögum félagsins eru: (ská- og feitletrað það sem bætist við)

1. grein

Heiti, heimili, tilgangur:

Nafn félagsins er LAUF – Félag flogaveikra og starfar samkvæmt lögum nr 110/2021 um starfsemi almannaheillafélaga. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík og starfssvæðið er allt landið.

2. grein

Tilgangur félagsins er m.a.:

1. Fræðsla og upplýsingamiðlun til félagsmanna, almennings og opinberra aðila um flogaveiki.

2. Að bæta félagslega stöðu fólks með flogaveiki og aðstandenda þeirra.

3. Að styðja við rannsóknir á flogaveiki.

4. Starf félagsins er fjármagnað með félagsgjöldum og styrkjum.

7. grein

Aðalfundur.

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum aðalfundar, hann skal haldinn fyrir apríllok ár hvert. Skal til hans boðað skriflega með minnst viku fyrirvara, ásamt tilgreindri dagskrá. Aðalfundur er því aðeins löglegur að til hans sé boðað eins og fyrr greinir, án tillits til þess hversu margir félagsmenn eru mættir. Atkvæðisrétt á aðalfundi eiga aðeins fullgildir félagsmenn.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.

2. Skýrsla stjórnar flutt.

3. Skýrslur deilda félagsins skulu lagðar fram.

4. Reikningar lagðir fram til samþykkis. Reikningsár félagsins miðast við áramót. Gjaldkeri skal gera lauslega grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins frá áramótum fram að aðalfundi. Reikningar skulu vera tilbúnir til skoðunar amk mánuði fyrir aðalfund.

5. Lagabreytingar: Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi og séu að minnsta kosti 2/3 fundarmanna samþykkir breytingunni. Tillögum um lagabreytingar skal sérstaklega getið í fundarboði til aðalfundar og efni þeirra lýst.

6. Félagsgjald er ákveðið fyrir eitt ár í senn.

7. Kosið í stjórn félagsins eftir þeim reglum er um það gilda.

8. Kosið í nefndir.

9. Kosinn skoðunarmaður ásamt varamanni til eins árs í senn.

10. Önnur mál.

8. grein

Stjórn

Stjórn félagsins skipa fimm menn í aðalstjórn og þrír varamenn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Kjörtímabilið er tvö ár.

Formaður ásamt tveimur stjórnarmönnum skal kosinn til tveggja ára í senn og ári síðar tveir stjórnarmenn til tveggja ára. Sama regla gildir um varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Auk venjulegra stjórnarstarfa er stjórn m.a. falið eftirfarandi:

1. Boðað skal til félagsfunda eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef að minnsta kosti 15 félagsmenn krefjast þess skriflega.

2. Yfirstjórn fjármála er í höndum stjórnar félagsins.

3. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.