Heil og sæl,
Nú styttist í baráttudag verkalýðsins. Við stöndum saman í harðri kjarabaráttu: Baráttu fyrir hagsmunum og réttinum fatlaðs fólks. Þessi barátta fer ekki bara fram á fundum eða fyrir einstaka félaga, heldur einnig úti í samfélaginu.
Við höfum séð að þátttaka og virkni félaga og fólks um allt samfélagið er mikil á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis er fólk duglegt að mæta í fjölmiðla og miðla af reynslu sinni.
Við þurfum að stíga viðbótarskref núna 1. maí: Mæta í kröfugönguna!
Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir göngu niður Laugaveg (sem verkalýðsfélögin fara fyrir). Við höfum látið útbúa kröfuspjöld, forgönguborða og útvegað regnslár ef veðurguðir verða ekki í sínu besta skapi. Það er mikilvægt að við mætum sem flest. Allir sem vettlingi geta valdið verða að mæta. Við þurfum að vera sýnileg og við þurfum að taka pláss! 1. maí er okkar dagur rétt eins og annarra. Við skulum gera hann að okkar!
Það er í mörg horn að líta. Við verðum með skemmtilegan viðburð á Lækjartorgi þegar gangan fer þar hjá. Þar vantar alltaf fólk til að létta undir eða taka að sér einföld verkefni. Eins er með gönguna. Við leitum að sjálfboðaliðum til að bera forgönguborðann, kröfuspjöldin, og fyrst og fremst mæta! Mæta svo allir sjái hvað við erum sterk og öflug heild sem stendur sameinuð í okkar mikilvægu baráttu.
Við hittumst við Hlemm uppúr klukkan eitt. Gangan fer af stað klukkan hálftvö. Svo verðum við með viðburðinn á Lækjartorgi þegar gangan kemur þangað. Þeir sem ekki komast í gönguna mega endilega koma á torgið 😊
Hér er tengill á hvatningargrein á vef ÖBÍ. https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/verum-synileg-tokum-plass
Hér er svo tengill á viðburð um kröfugönguna 1. maí: https://www.facebook.com/events/778273255710632/
Þessu má endilega deila. Svo má líka endilega hvetja alla sem þið hittið eða heyrið í til að mæta. Svo er líka upplagt að taka upp símann og slá á góða félaga og minna á þennan mikilvæga viðburð.
Stöndum saman. Þá vinnst sigur!