Nú eru stafir á heimasíðunni orðnir fjólubláir! Vegna þess að í mars er haldinn hátíðlegur Fjólublái dagurinn, alþjóðlegur flogaveikidagur. Sjá nánar um tilurð dagsins hér: http://www.purpleday.org/
Dagurinn er haldinn hátíðlegur 26.mars ár hvert. Af því tilefni ætlum við hjá LAUF að vera í Kringlunni þennan dag kl.16-18, fyrir framan Herragarðinn. Við munum spjalla við gesti og gangandi, dreifa bæklingum og bara almennt vekja athygli á flogaveiki og á félaginu okkar. Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur, hafðu þá samband við okkur í netfang: lauf@vortex.is