Við hjá Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands söfnum frásögnum fólks af reynslu þeirra og upplifunum. Þetta gerum við ýmist með viðtölum sem við tökum upp og vistum eða með því að senda út spurningar sem fólk svarar skriflega.
Nú er að fara af stað söfnun á upplifun kynjanna af atriðum eins og atvinnu, námi, verkaskiptingu inni á heimilum ofl og við erum að leita að áhugasömum þátttakendum til að taka viðtal við. Við erum að leita að bæði konum og körlum á öllum aldri með allan mögulegan bakgrunn sem eru tilbúin að deila með okkur reynslu sinni. Haldið þið að það séu einhverjir áhugasamir hjá ykkur sem myndu vilja taka þátt?
Ég myndi taka einstaklingsviðtal við þau og viðtalið yrði vistað í gagnagrunni safnsins (www.sarpur.is) sem heimild um samfélagið. Gögnin sem safnast nýtast í rannsóknir fræðimanna á lífinu á Íslandi.
Endilega látið mig vita ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú vilt taka þátt.
Kær kveðja, Hlín Gylfadóttir
Þjóðháttasafni Þjóðminjasafni Íslands
http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/thjodhattasafn/
hægt er að hafa samband við Hlín í netfangið: hlin.gylfadottir@thjodminjasafn.is