Skip to main content

Undirrituð félög fólks með taugasjúkdóma og skaða eru að freista þess að fá eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, sem sett verða í haust, fyrir taugakerfið. Þess vegna höfum við skrifað bréf til Ban Ki Moon aðalritara SÞ þar sem við biðjum hann um að beita áhrifum sínum svo að þannig megi verða.

Okkur langar afar mikið til að verkefni þetta verði sameiginlegt átak íslensku þjóðarinnar og þess vegna biðjum við fólk um að undirrita bréfið til BKM með okkur. Enginn kostnaður fellur á þátttakendur og kennitala þeirra mun hvergi sjást opinberlega.

Heimasíða átaksins er:   www.taugakerfid.is   og þar má skrifa undir og sjá bréfið. Átakið er einnig á Facebook: www.facebook.com/taugakerfid

Við hvetjum ykkur einnig til að deila og dreifa þessum upplýsingum og hvetja ykkar vini til að skrifa undir áskorunina.

Með kveðjum og þökkum

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MND félagið, MS félagið, LAUF – félag flogaveikra, Parkinsonssamtökin og Geðhjálp.