Skip to main content

Fatlaðar og eða langveikar konur athugið!

Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum boðar til umræðufundar um ofbeldi gegn fötluðum og/eða langveikum konum.

Á fundinum verður rætt um ofbeldi, fordóma og mismunun gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningi.  Sagt verður frá niðurstöðum rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum er að gera. Það er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af ofbeldi eða vera með þekkingu á málefninu til að geta tekið þátt í umræðunum.

Athygli er vakin á því að fundurinn er einungis ætlaður fötluðum og/eða langveikum konum en ekki mökum, öðrum aðstandendum eða starfsfólki (nema sem aðstoðarmenn).

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. maí kl. 11:00 – 14:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi í stofu H103

          Táknmálstúlkur verður á staðnum

Léttar veitingar

Við hvetjum konur utan af landi til þess að mæta á fundinn. Hægt er að sækja um ferða- og dvalarstyrk með því að senda póst á Kristjönu Jokumsen, verkefnastjóra hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum á krijok@hi.is eða hringja í síma 525-5440.