Skip to main content

Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum eru regnhlífarsamtök þeirra sjúklingafélaga sem sinna börnum með langvinna sjúkdóma og fjölskyldum þeirra. LAUF – félag flogaveikra er eitt af aðildarfélögum Umhyggju og eigum við aðgang að þeirri þjónustu sem þar er í boði. Umhyggja leigir út sumarhús til barna með langvinna sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Þau bjóða foreldrum langveikra barna upp á sálfræðiviðtöl. Umhyggja er með styrktarsjóð sem er ætlaður foreldrum langveikra barna sem lenda í miklum fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikindanna. Einnig eru þau boðin og búin að aðstoða með upplýsingar og ráðgjöf af ýmsu tagi. Heimasíðan er: www.umhyggja.is

Sjónarhóll er foreldra- og ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Að rekstri Sjónarhóls standa Umhyggja, Þroskahjálp, ADHD samtökin og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þangað geta allir sótt sér aðstoð sem telja sig vera í einhvers konar vanda eða hafa áhyggjur af einhverju sem viðkemur börnum með sérþarfir. Heimasíðan er: www.sjonarholl.net