Skip to main content

Okkur langar að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu hjá Umhyggju, en nú geta foreldrar í aðildarfélögum Umhyggju óskað eftir ráðgjöf lögfræðings í málum sem varða hagsmuni barna og tengjast veikindum þeirra. Lögfræðingur Umhyggju er Eva Hrönn Jónsdóttir. Vakin er athygli á að ekki er um aðstoð við rekstur mála fyrir dómstólum að ræða, heldur frekar aðstoð við að yfirfara mál, ritun lögfræðibréfa, ráðgjöf um hvernig sé best að snúa sér o.þ.h.

Hægt er að sækja um á eyðublaði á vefsíðu Umhyggju: https://www.umhyggja.is/is/um-felagid/logfraediradgjof