Skip to main content

Sem stendur yfir frá 26. apríl til 16. maí. Að List án landamæra standa: Landssamtökin Þroskahjálp, Átak, Fjölmennt, Hitt Húsið og ÖBÍ.

Hugmyndin er sú að mynda hring í kringum tjörnina í Reykjavík en til þess þarf um 1000 manns. Að taka höndum saman og mynda hring óháð stétt og stöðu, augnlit og útliti, krefst þess að við horfumst í augu við sjálf okkur, speglum okkur í vatninu og jafnframt horfumst við í augun á náunganum sem við höldumst í hendur við.Við erum jú öll manneskjur, gerðar úr sama efni.

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er höfundur að gjörningnum en að honum koma List án landamæra, Hugarafl, Félag eldri borgara, Alþjóðahús og Island panorama.

Það þarf að ná til margra til þess að þetta takist. Því er um að gera að drífa sig niður að tjörn á laugardaginn, gera sig sýnilega/n og sýna samstöðu.