Skip to main content
Fréttir

Systkinasmiðjur hjá Umhyggju

By 22 janúar 2025No Comments

 

Fyrirhugað er að halda Systkinasmiðjur helgina 8.-9. febrúar næstkomandi í húsnæði Umhyggju á Háaleitibraut 13.

Yngri hópur (8-11 ára) hittast kl.10-13 bæði laugardag og sunnudag, en eldri hópur (12-14) hittast kl.13.30-15.30 bæði laugardag og sunnudag. Umhyggja niðurgreiðir námskeiðið að stórum hluta en hvert barn greiðir kr.2000 fyrir. Á hvorri smiðju eru 12 laus pláss, en lágmarksskráningarfjöldi er 8 börn á hvort námskeið til að smiðjurnar verði haldnar.

 

Allar nánari upplýsingar og skráningarhlekkur eru í þessari frétt: https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/systkinasmidjur-helgina-8-9-februar