Skip to main content

Umhyggja – félag langveikra barna er komin í samstarf við Systkinasmiðjuna og mun bjóða upp á námskeið fyrir systkini langveikra barna nú í vetur.

Systkinasmiðjan er námskeið fyrir krakka á aldrinum 8 – 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.

Við leysum saman ýmis verkefni, ræðum um stöðu okkar innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Við ræðum um hvernig við leysum úr erfiðleikum sem verða á vegi okkar, meðal annars vegna systkina okkar.

Þessa þætti nálgumst við í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín.

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið námskeiðsins eru:

· að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.

· að veita börnunum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.

· að veita börnunum innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.

· að veita börnunum tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

Fyrsta námskeiðið verður haldið 5.- 7. nóvember á Háaleitisbraut 13 en kynningafundur fyrir foreldra verður haldin 13. október klukkan 20:00 á Zoom. Skráningarhlekkur fyrir kynningarfundinn: https://us05web.zoom.us/j/85676900857?pwd=Z0lBNWl4QVVHdWR4RVlLRCtZRXNJdz09