LAUF – félag flogaveikra er aðili að Umhyggju – félagi til stuðnings langveikum börnum. Umhyggja rekur nokkur sumarhús til afnota fyrir fjölskyldur langveikra barna. Frestur til að sækja um sumarleigu í sumarhúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum rennur út 10. mars n.k. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið fyrirspurnir á skrifstofu félagsins með tölvupósti umhyggja@umhyggja.is og þá munu verða send umsóknareyðublöð um hæl. Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags og kostar vikan 25.000 kr. Einnig viljum við benda á heimasíðu félagsins www.umhyggja.is þar sem þið getið skoðað húsin nánar. Hvetjum við félagsmenn LAUF – félags flogaveikra að nýta sér þessa þjónustu.