Skip to main content
Þann 5. febrúar s.l. úthlutaði Styrktarsjóður Baugs Group rúmum 50 milljónum til ýmisa samfélagsmála. Þetta var í þriðja sinn sem úthlutun fór fram úr sjóðnum sem stofnaður var þann 10. júní 2005 og Lauf var að þessu sinni í hóp þeirra 43 aðila sem fengu styrk. Styrkurinn er til að sinna ýmsum verkefnum félagsins og til að endurgera og viðhalda heimasíðu okkar, www.lauf.is Það er von félagsins að heimasíða okkar komi öllum að gagni sem þurfa að kynna sér flogaveiki. Endilega hafið samband og komið með ábendingar til okkar þannig að hægt verði að halda áfram að efla heimasíðuna. Einnig er hægt að láta skrá sig á póstlista Laufs og þannig fá upplýsingar og nýjar fréttir á skilvirkan og auðveldan máta.