Skip to main content

Komið þið sæl kæru félagar í Laufi!

Nú þegar sumri er tekið að halla og vonandi flestir heima eftir sumarfrí ætlum við í Laufi að bjóða félögum okkar að koma með okkur í óvissuferð. Ferðin verður ykkur að kostnaðarlausu og verður boðið upp á veitingar einu sinni í ferðinni. Ef til vill er gott fyrir foreldra að hafa með sér eitthvað nesti fyrir börnin.

Við erum búin að panta gott veður og þá er bara að taka með sér góða skapið

Farið verður frá Hátúni 10b með rútu laugardaginn 30. ágúst kl. 11.00 og stefnt verður að því að koma aftur til baka um kl. 18.00.

Þeir sem hafa áhuga tilkynni það á skrifstofu Laufs í síma 551-4570 eða á lauf@vortex.is fyrir miðvikudaginn 20 ágúst.

ÞESSI FERÐ VERÐUR EINGÖNGU FARIN EF NÆG ÞÁTTAKA FÆST Þ.E. EF ÞAÐ VERÐUR GÓÐ NÝTING Á RÚTUNNI – ANNARS EKKI