Kæru notendur Ferðaþjónustu fatlaðra
Að frumkvæði Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra hefur verið ákveðið að Hin sérstaka stjórn sem sett var yfir Ferðaþjónustu fatlaðra þann 5. febrúar sl. gefi notendum og/eða aðstandendum þeirra kost á að koma til fundar við stjórnina nk. miðvikudag.
Fundardagur: 18. febrúar 2015
Fundartími: kl. 16:00 -18:00
Fundarstaður: félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, gengið inn að sunnanverðu í austurálmu Sjálfsbjargarhússins.
Mikilvægt er fyrir stjórnina að heyra í notendum og taka mið af þeirra skoðunum í vinnu stjórnarinnar sem framundan er.
Sjálfsbjörg hvetur alla notendur ferðaþjónustunnar og/eða aðstandendur þeirra til að sækja fundinn og greina frá reynslu sinni af ferðaþjónustunni. Á fundinum gefst einnig gullið tækifæri til að koma með tillögur til úrbóta á þjónustunni.
Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra