Opið hús á nýju skrifstofunni!
Við erum flutt í nýtt húsnæði ásamt sambýlingum okkar. Vorum áður í Hátúni 10 B, uppi á 9.hæðinni (í austasta hluta hússins) – en erum núna komin í Hátún 10, á jarðhæð (í vestasta hluta hússins).
Af því tilefni ætlar LAUF ásamt Samtökum sykursjúkra, Tourette-samtökunum og Félagi nýrnasjúkra að bjóða félagsmönnum sínum að koma og skoða nýju húsakynnin.
Opið hús verður á nýja staðnum fimmtudaginn 11.júní kl.16-18.
Félagsmenn endilega komið í heimsókn og sjáið hvað er orðið fínt hjá okkur!