Opið hús hjá LAUF er alltaf einu sinni í mánuði, alltaf fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði kl 19,30-21 í sal félagsins að Hátúni 10.
Næst verður því opið hús næstkomandi mánudag, þann 2.maí.
Að þessu sinni ætlar Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, að ræða við okkur um Sjálfsumhyggju – hvað getum við sjálf gert til að hlúa að eigin heilsu og velferð?
Að kynningu Gunnhildar lokinni verða umræður og spjall.
Kaffi, gos og nammi.
Vonumst til að sjá sem flesta.