Opið hús í janúar verður haldið mánudaginn 9.janúar, kl 19,30-21 í húsnæði félagsins að Hátúni 10.
Að þessu sinni verður fundurinn sérstaklega ætlaður foreldrum barna með flogaveiki.
Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður félagsins og móðir ungrar konu sem hefur verið með flogaveiki alla ævi, mun opna fundinn með stuttum pistli um sína reynslu, síðan verða umræður.
Einnig mætir á fundinn Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, og mun svara spurningum er varða réttindamál.