Skip to main content

Þann 25. október næstkomandi verður opið hús hjá LAUF. Við ætlum að hittast þar sem skrifstofa LAUF er til húsa í Hátúni 10b, 9. hæð frá klukkan 20:00 til 21.30. Þar munum við kynna starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og fá að heyra ykkar hugmyndir. Hvetjum ykkur til að mæta í spjall og samveru. Boðið verður upp á kaffiveitingar.