Listmeðferð gengur út á að tjá tilfinningar sínar í gegnum myndsköpun og að deila þeim með öðrum. Listmeðferð getur hjálpað til við að efla meðvitund um eigin tilfinningar, hugsanir og viðbrögð. Markmið hópmeðferðar er að: Efla félagslega virkni og skilning á sjálfum sér og öðrum í hópi Efla eigið sjálfstraust og getu til að treysta öðrum Geta tjáð hugsanir sínar og upplifanir og deila þeim með öðrum Læra að þekkja tilfinningar sínar og viðbrögð Tími: Miðvikudagar kl. 16:15-17:45, frá 11. apríl til 13. júní 2007.
Staður og stund: Foreldrahús, Vonarstræti 4 b.
Foreldrar: Foreldrum er velkomnið að bíða, meðan námskeiðið stendur yfir, og hugsanlega er hægt að nýta þann tíma til að deila sameiginlegri reynslu og öðru sem fólk á sameiginlegt.
Skráning: Til að námskeiðið geti orðið að veruleika þurfum við að ná saman sem líkustum einstaklingum í hóp. Um getur verið að ræða börn á aldrinum 12-13 ára með flogaveiki, systkini barna með flogaveiki og þá helst kynjaskiptum hópum o.s.frv.. Það ræðst eftir þeim fjölda sem skráir sig, hvernig hópa hægt er að mynda. Lágmarkið í hóp er 12 og hámarkið er 16 einstaklingar. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 31. mars á skrifstofu Laufs s. 551-4570 eða á netfangið: lauf@vortex.is