Námskeið í djúpslökun
Á námskeiðinu verður farið í þætti sem virka við streitutengdum einkennum.
Kenndar verða aðferðir til að dýpka öndun, íhugun (mind fulness) og sjálfsdáleiðslu.
Farið verður yfir mikilvægi innra samtals og hvernig maður styrkir sjálfsmynd sína og innsæi.
Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og þunglyndi og koma í veg fyrir bólgutengd einkenni.
Námskeiðið hefst 24.september og fer fram í Setrinu Hátúni 10 milli kl. 17.30 – 19.00 – fjögur skipti.
Skráning fer fram á netfanginu gunnhildur@vinun.is
Námskeiðið er haldið í samvinnu LAUF, Parkinsonsamtakanna og Félags nýrnasjúkra og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.