Mannréttindi fyrir alla
Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands
Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 – 16.00.
Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2
Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.
Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um: a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu b) Menntun og atvinnu c) Lífskjör og heilsu d) Aðgengi og ferlimál. Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.
Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð. Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur
Allir velkomnir – Takið daginn frá