Sumir flogaveikir upplifa málstol í sambandi við flog, hér er áhugavert málþing um þann vanda og lausnir við honum.
Fréttatilkynning
Fundur um:
Notkun spjaldtalva til samskipta og talmein almennt-Mögulegar lausnir
MND félagið býður öllum áhugasömum til fundar á
Hótel Selfossi fimmtudaginn 2. október.
Kl. 10-12:00 Sigrún Jóhannsdóttir frá TMF mun fjalla um mögulegar lausnir. Tækni til tjáskipta – möguleikar í spjaldtölvum og PC tölvum til að skrifa- tala og lesa
Kl. 12-14:00 Hádegishlé. Tilvalið að fá sér eitthvað gott á hótelinu. (Ekki innifalið)
Kl. 14-15:00 Dr. Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur, segir frá sínu sérsviði, kyngingu, raddböndum, þind og þeim úrræðum sem til eru.
Kl. 15-16:00 Kaffi og spjall.
Allir áhugasamir eru velkomnir. Á annan eða báða fyrirlestrana.
Til að tryggja sér pláss verður að skrá sig. Sendið nafn, e-mail og heimili á mnd@mnd.is og segið hvorn fyrirlesturinn þið mætið á eða báða.
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS, en tekið við framlögum á staðnum.