Skip to main content

Fengum þetta erindi frá List án Landamæra

Góðan og blessaðan daginn,

Myndin SAMSUÐA – saga átta listamanna, sem List án landamæra er að framleiða, fjallar um uppboðssýninguna okkar í vor á Kjarvalsstöðum. Núna er hún farin í hópfjármögnun á Karolina fund í von um að ná að standast undir þeim kostnaði sem hefur fylgt gerð myndarinnar.

Það er ósk okkar hjá List án landamæra að allir leggist á eitt og láti þessa mynd verða að veruleika.

Markmiðið með henni er það sama og markmið hátíðarinnar, að brúa bilið á milli samfélagshópa. Með gerð myndarinnar er það von okkar að við náum að breiða út boðskapin og hvetjum alla til þess að vinna að því að búa til jafnara samfélag.

Ef þú vilt taka þátt í því, farðu þá inn á Karolina Fund og gakktu verkefninu í lið.

Hér er hlekkur á karolina fund: https://www.karolinafund.com/project/view/586

Og hér er hlekkur inn á facebook síðu myndarinnar:https://www.facebook.com/samsudaheimildarmynd?sk=timeline&app_data

Bestu kveðjur með von um stuðning,

List án landamæra