Laugardaginn 3. desember s.l. héldum við hjá LAUF okkar árlega jólafund. Fengum ljúfa jólahugvekju frá Guðrúnu Kr Þórsdóttur, djákna hjá ÖBÍ – síðan fagran jólasöng frá systkinunum Þórönnu og Elmari Jónsbörnum frá Keflavík. Við nutum svo frábærra veitinga frá Bakarameistaranum og spjölluðum og höfðum það huggulegt. Í lokin birtist svo góður gestur, en það var hann Giljagaur sem kom og söng og gantaðist við börnin. Allt gaman og gott og allir fóru glaðir og ánægðir í hjarta til síns heima á eftir.