Skip to main content

JÓLAFUNDUR LAUF 2018

Okkar árlegi og stórskemmtilegi jólafundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 29.nóvember kl.20, í Hásal í Hátúni 10a (sama stað og í fyrra).

Dagskráin verður hefðbundin:

Einar Þór Jónsson, diplóma í jákvæðri sálfræði, flytur hugvekju

Gerður Kristný les úr nýútkominni bók sinni

Söngspírurnar flytja jólatónlist

Jólakaffiveitingar

Eins og nokkur fyrri ár er fundurinn haldinn í samvinnu við Samtök sykursjúkra.

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenn og taka með sér fjölskyldu og vini.