Séra Hjörtur Magni Jóhannsson prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík kom til okkar og flutti okkur frábæra hugvekju um það að guð byggi í okkur sjálfum og fólkinu í kringum okkur og breytni okkar við hvort annað.
Einnig var Skyrgámur kominn til byggða og vorum við svo heppin að hann leit inn hjá okkur.
Hann var mjög skemmtilegur, söng margar jólavísur með okkur, hann var líka með allskonar sprell og töfra og góðgæti fyrir börnin en við urðum að lofa að láta mömmu hans ekki frétta af því að hann hefði stolist til okkar og ekki einu sinni komið fram í desember.
Boðið var upp á góðar veitingar og áttu félagsmenn þarna saman notalega stund, svona rétt áður en aðventan gekk í garð.