Skip to main content

Við fengum þessi indælu skilaboð frá konunum í Kvennakór Kópavogs:

Góðan daginn!

Kórsystrum í Kvennakór Kópavogs þykir afskaplega vænt um LAUF.

Því langar okkur að bjóða Ljósberum (ykkur) á tónleika sem við höldum í lok 10 ára afmælisárs okkar, n.k. þriðjudag, 30.október í Kópavogskirkju.

Mæting fyrir 19,40 en tónleikarnir hefjast kl.20,00.

Þetta eru boðstónleikar – enginn aðgangseyrir.

Til að tryggja ykkur nokkur sæti þá komum við til ykkar miðum, 20 stk, sem tryggja frátekið sæti til kl.19,40. Eftir það mega allir sem koma í húsið nýta öll sæti sem laus eru.

Þannig að þó einhver fái ekki miða þá er hann samt velkominn, en bara eftir kl.19,40.

Miðarnir liggja hér hjá okkur á skrifstofu LAUF og hægt að sækja þá í dag til kl.16 og á morgun, þriðjudag, kl.10-12.

Annars eru miklir möguleikar á að fá sæti eftir kl.19,40.