Haustferð.
LAUF – félag flogaveikra býður félagsmönnum sínum og gestum þeirra í haustferð laugardaginn 21.september 2013.
Ferðatilhögun:
kl.10,00 – mæting við Hátún 10b.
Kl.10,30 – lagt af stað.
Keyrt verður upp í Borgarfjörð og förum í heimsókn á stað sem heitir Hverinn,(www.hverinn.is) gróðrarstöð með veitingastað. Þar ætlum við að borða hádegisverð, grænmetissúpu úr grænmeti sem ræktað er á staðnum ásamt heimabökuðu brauði og svo kaffi á eftir. Við förum svo í gönguferð um svæðið og okkur verða sýnd gróðurhúsin og sagt frá ræktuninni. Að þessu loknu ætlum við að keyra að Háafelli,(www.geitur.is) sem er alveg í nágrenninu, skoðum þar landnámsgeitur og fáum fræðslu um ræktun þeirra.
Kl. 15,00 – komið aftur að Hátúni 10b.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem fyrst og eigi síðar en mánudaginn 16.september kl.15. (í netfang: lauf@vortex.is eða síma:551-4570)
Fjölmennum, tökum með okkur gesti og eigum góðan dag saman á ferð um fallega landið okkar.