Skip to main content

Pétur bendir á að flogaveiki sé ekki einn sjúkdómur heldur margir ólíkir sjúkdómar. „Það eina sem sameinar sjúkdómana eru flogin en þau geta líka verið mjög mismunandi.“ Um þriðjungur þeirra sem greinast með flogaveiki árlega eru börn, eða um 50. Hjá miklum meirihluta þeirra eða um 70%, er sjúkdómurinn góðkynja, líkt og Pétur orðar það, og eldist af börnunum og hefur ekki umtalsverð áhrif á þeirra hversdagslega líf. „Þessi börn lifa eðlilegu lífi eins og hver annar þó alltaf verði að taka tillit til sjúkdómsins og gæta þess að taka lyfin,“ segir Pétur. Hjá um 30% barnanna er sjúkdómurinn alvarlegri og hefur þá jafnvel mikil áhrif á þeirra líf.