Við höfum fengið frábært tilboð frá Hauki lyfsala í Garðsapóteki. Hann býður félagsmönnum LAUF 10% afslátt í búðinni hjá sér, af almennum vörum og lyfjum sem ekki eru með greiðsluþátttöku ríkisins. Nóg er að segja að þið séuð félagsmenn hjá LAUF – félagi flogaveikra og þá fáið þið afsláttinn.