Skip to main content
Tilnefningar óskast
Akranes- Notendaráð: Vantar einn aðalfulltrúa og tvo varafulltrúa
Miðað er við að þeir sem tilnefndir eru, búi á viðkomandi svæði og séu notendur þjónustu sveitarfélagsins.
Eftirfarandi er úr lögunum og um notendaráð og hlutverk þess.
Notendaráð
Hvert sveitarfélag eða þjónustusvæði skal setja á laggirnar notendaráð skipað notendum þjónustunnar. Áhersla er lögð á samráð og samvinnu og ekki síst virka þátttöku fatlaðs fólks í öllu er snýr að þeirra málefnum og tekur mið af hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og að allt fatlað fólk geti átt möguleika að taka eigin ákvarðanir, óháð eðli og alvarleika skerðingar og að allir eigi rétt á að hafa stjórn á eigin lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum þess. Leitast skal við að notendaráð sé skipað fulltrúum með ólíkar skerðingar þar sem þeir geta þurft að fjalla um og taka afstöðu til málefna er varða notendur með ólíkar þjónustuþarfir.
Fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem skipaðir eru í samráðshóp samkvæmt 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og eru ekki sjálfir notendur þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir geta ekki verið skipaðir í notendaráð í skilningi laganna.
3
Hlutverk notendaráða
Notendaráð er ráðgefandi fyrir sveitarfélag eða þjónustusvæði varðandi stefnumörkun og áætlanagerð er varða meðlimi þeirra. Jafnframt getur notendaráð tekið upp mál að eigin frumkvæði. Notendaráð geta veitt umsagnir um umsóknir um starfsleyfi þeirra sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru ákvæði í 7. gr., 8. gr. og 11. gr. þar sem umsagnar eða aðkomu notendaráða gæti verið óskað.
Ef þú býrð á Akranesi og hefur áhuga á að taka þátt í þessu starfi, sendu þá póst á lauf@vortex.is með upplýsingum um sjálfa/n þig.