Skip to main content

Næsti fræðslufundur verður þann 20. janúar n.k. og mun sr. Lena Rós Matthíasdóttir í framhaldi af fræðslufundinum í október flytja fyrirlestur sem varðar sjálfshjálp og sálgæslu í fjölskyldum langveikra. Við sem vorum á fundinum í október bíðum spennt eftir þessum fyrirlestri og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á næsta fund.