Skip to main content

Fundur um daglegt líf með flogaveiki.

Lífið með langvinnum sjúkdómi getur stundum verið flókið og erfitt. Þrjár félagskonur sem allar hafa mismunandi reynslu af lífi með flogaveiki ætla að deila með okkur reynslu sinni af því hvernig þær hafa aðlagað dagleg viðfangsefni sín að þeirri staðreynd að þær eru með flogaveiki.

Að lokinni kynningu frá konunum verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Hér ætlum við að fræðast hvert af öðru og leita stuðnings í þeirri staðreynd að ekkert okkar er eitt um reynsluna.

Fundurinn verður haldinn mánudagskvöldið 21. nóvember næstkomandi, kl. 20, í kaffistofu starfsfólks ÖBÍ á jarðhæð í Hátúni 10b.