Skip to main content
Frá Sorgarmiðstöð:
Góðan dag
Við hjá Sorgarmiðstöð viljum upplýsa ykkur um hópastörfin sem eru í boði hjá okkur og langaði okkur að vekja sérstaka athygli á því að nú er boðið upp á tvískipt stuðningshópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt og er áætlað að næsta hópastarf hefjist í mars.
Við erum með:
stuðningshópastarf fyrir foreldra sem hafa misst barn sitt skyndilega
stuðningshópastarf fyrir foreldra sem hafa misst barn sitt úr langvarandi veikindum
Upplýsingar og skráning í stuðninghópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt má finna hér: https://sorgarmidstod.is/hopar/barnamissir/
Hópstjórar hafa svo samband símleiðis við alla sem hafa skráð sig til að veita nánari upplýsingar og raða fólki niður í tvo hópa eftir missi.
Einnig er hægt að lesa sig til um og fá nánari upplýsingar um stuðningshópastörf Sorgarmiðstöðvar hér: https://sorgarmidstod.is/hopastarf/
Vonum svo innilega að þetta nýtist vel ykkar skjólstæðingum”