Skip to main content
Fréttir

Empatica/Embrace úrin, leiðrétting!!

By 18 ágúst 2025No Comments

Okkur hefur verið bent á að upplýsingar sem við höfum verið með hér á síðunni um Empatica/Embrace úrin voru ekki alls kostar réttar.

Hér á eftir fer leiðréttur texti:

 

Embrace úrin eru greidd 70% skv. reglugerð. Það á þá við úrið sjálft. Kostnaður við appið sem þarf að nota til að virkja úrið er greiddur af notanda.

Reynslan hefur sýnt að úrið nemur öll flog en er sérstaklega hannað með það í huga að nema Tonic Clonic flog. Úrið er í stöðugri þróun og helstu upplýsingar um úrið og virkni þess er að finna á heimasíðu framleiðanda https://www.empatica.com/embrace2/

Kostnaður við úrið hefur verið á bilinu 35.000 – 40.000 kr ( miðað við gengi 2021) og Sjúkratryggingar greiða 70 % af þeirri upphæð og þá er kostnaður til notanda um 12.000 kr.