Félagsstarf
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu
veturinn 2014 – 2015.
Í félagsheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 ofanverðu.
Skákin fer að byrja aftur og verður á mánudagskvöldum, sjá nánar á facebook síðu félagsins.
Bingó er alltaf fyrsta og þriðja þriðjudagskvöld í hverjum mánuði og hefst kl. 19:30
Uno er alltaf annað og fjórða þriðjudagskvöld í hverjum mánuði og hefst kl. 19:30
Félagsvist er spiluð hjá okkur öll miðvikudagskvöld og er byrjað að spila kl. 18:30
Opið hús er alla fimmtudaga frá kl. 13:00 til 17:00 og er ýmislegt í boði, s.s. föndur, prjón, spil o.fl.
Verkefnið Samvera og súpa er alla þriðjudaga frá kl. 11:30 til 13:00 en þar er í boði súpa, brauð, grænmeti og kaffi gegn vægu gjaldi.
Félagsstarf Sjálfsbjargar er öllum opið, nánari upplýsingar má fá á síðu félagsins á Facebook eða hjá skrifstofu félagsins í síma: 551 7868 Skrifstofan er opin 10:00 til 14:00 alla virka daga.
Markmiðið er: Gaman saman
Allir velkomnir
Stjórnin