Frétt frá Umhyggju: https://www.umhyggja.is/is/frettir/adgangur-ad-masterclass-streymisveitunni-i-bodi-fyrir-50-foreldra-langveikra-barna
Nú getum við hjá Umhyggju í samstarfi við MasterClass (masterclass.com) boðið 50 foreldrum langveikra barna upp á ókeypis ársáskrift að streymisveitunni MasterClass þar sem margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims miðla af kunnáttu sinni og færni. Frábært tækifæri fyrir alla þá sem langar að kynna sér nýja hluti, fræðast og víkka sjóndeildarhringinn.
Hægt er að sækja um á vefsíðu Umhyggju. Þegar úthlutun liggur fyrir verður hverjum og einum sendur aðgangstengill. Úthlutun hefst 8.apríl og stendur þar til allir passarnir klárast.
Forgang hafa þeir foreldrar sem þiggja foreldragreiðslur og eru þ.a.l. utan almenns vinnumarkaðar og skóla.