Skip to main content

Þann 13. júní síðastliðinn lést Jónína Björg Guðmundsdóttir félagsráðgjafi eftir erfið veikindi. Jónína starfaði fyrir LAUF í meira en 12 ár og sinnti sínu starfi þar af frábærri alúð og einstökum áhuga. Jónína sat í stjórn Evrópuráðs flogaveikra og tók einnig þátt í norrænu samstarfi flogaveikra. Í starfi sínu vann hún ötullega að því að reyna að bæta heiminn fyrir þá sem urðu á vegi hennar og þurftu á hennar hjálp að halda. Hennar er sárt saknað af öllum sem hana þekktu.