Fengum þetta frá Umhyggju:
Sæl og blessuð
Við höfum verið í samskiptum við vísindamenn frá University College London (UCL) sem hafa í samstarfi við EPTRI (European Paediatric Translational Research Infrastructure, www.eptri.eu ) búið til könnun sem ætlað er að heyra raddir barna um allan heim hvað varðar lyfjainntöku, þ.e. í hvers konar formi/bragði o.s.frv. börn myndu helst kjósa að taka lyf. Þátttakendur eru börn undir 18 ára, bæði þau sem taka lyf að staðaldri/daglega og börn sem taka almennt ekki lyf nema í einstaka tilvikum.
Svörin verða notuð til að bæta þróun lyfja ætlaða til inntöku af börnum út frá þeirra smekk og óskum. Þátttaka er auðvitað valfrjáls, könnunin tekur um 5 mínútur, hægt er að fylla könnun út sjálf/sjálfur eða í samvinnu við foreldri. Persónuupplýsingum verður ekki safnað og allar niðurstöður eru að sjálfsögðu trúnaðarmál.
Það væri frábært ef þið gætuð komið þessari könnun áleiðis til ykkar félagsmanna. Einnig verður hlekknum deilt bæði á vefsíðu og facebooksíðu Umhyggju.
Tengiliður könnunarinnar er Elisa Alessandrini, elisa.alessandrini@ucl.ac.uk
Með bestu kveðjum,
Árný Ingvarsdóttir
Framkvæmdastjóri
Háaleitisbraut 13
108 Reykjavík
Sími: 552-4242
arny@umhyggja.is