Skip to main content

Hlaupum í þágu Laufs eða heitum á hlauparana okkar. Þið hafið ennþá möguleika á að skrá ykkur til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon Glitnis og hlaupa til stuðnings Laufi. Einnig er hægt að heita á hlauparana sem þegar eru skráðir til leiks og safna þannig áheitum. Þið gerið þetta með því að fara inn á heimasíðu hlaupsins;

http://www.marathon.is/pages/aheit/ – veljið góðgerðarfélagið. Lauf er skráð undir Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Þá fáið þið nöfn þeirra hlaupara sem valið hafa að hlaupa Laufi til góðs og veljið þann hlaupara sem þið viljið heita á. Upplagt er einnig að safna áheitum á vinnustöðum.