Um er að ræða fyrstu vísindalegu könnuninni á aðstæðum fólks með flogaveiki í Danmörku. Í ljós kom að um 70% hafa aukaverkanir af lyfjameðferð sinni, algengast er að fólk finni fyrir þreytu og minnistruflunum. Meira en þriðjungur er hræddur við flogin og einn af hverjum átta er hræddur við að deyja á meðan þeir eru í flogakasti. Fólk með flogaveiki upplifir verri lífsgæði heldur en aðrir danir. Í samanburði við aðra dani eru fimm sinnum fleiri einstaklinga með flogaveiki óánægðir með líf sitt og þeir hafa þrisvar sinnum meiri líkur á hafa verri heilsu. Flogaveiki takmarkar möguleika þeirra sérstaklega í sambandi við atvinnu og menntun. Það eru einkum vitrænir þættir s.s. slæmt minni, þreyta, einbeiting og nám sem eru einkennandi í því samhengi. Tíðni atvinnuþátttöku er einungis um helmingur miðað við aðra dani og meira en þriðjungur er án atvinnu samanborið við um 12% annarra íbúa. Nánast allir sem eru með flogaveiki fara reglulega í eftirlit til taugasérfræðings. Flestir svarenda eru ánægðir með upplýsingar frá meðferðaaðilum og samband sitt við sérfræðinga sína. Algengasta umræðuefnið við taugasérfræðingana tengist aukaverkunum lyfa, bílprófum, minnistruflunum og atvinnu. Það sem minnst var rætt um tengdist slysaforvörnum og tilfinningalegum vandamálum. Þetta er ráðgáta þar sem meira en þriðjungur hefur verið í við samband við heilbrigðiskerfið vegna þunglyndis. Margt fólk með flogaveiki er opið og segir öðrum frá flogaveiki sinni og aðeins fáir upplifa neikvæð viðbrögð frá umhverfinu. Stór hluti félaga í Dönsku samtökunum er ánægt með félagsaðild sína og finnst einkum upplýsingamiðlun og pólitísk starf samtakanna ómissandi.
Hægt er að nálgast könnunina í heild sinni á heimasíðu dönsku samtakanna; http://www.epilepsiforeningen.dk/