AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA
Verður haldinn mánudagskvöldið 29.apríl kl.19,30
Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.
Stjórn leggur fyrir fundinn tillögu til breytinga á lögum.
Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.
Kaffiveitingar
Stjórnin.
Tillaga stjórnar félagsins til breytinga á lögum:
Lögð er til breyting á 7.grein laga félagsins sem fjallar um framkvæmd aðalfundar.
Lagt er til að fella út 3.málsgreinina, sem hljóðar svo:
„Einnig skal birta tilkynningu í fjölmiðlum með þriggja daga fyrirvara hið skemmsta.“
Skýringar:
Á aðalfundi eiga þeir einir seturétt sem eru félagsmenn í LAUF – félagi flogaveikra, og þeir fá allir sent til sín aðalfundarboð í bréfpósti. Því telur stjórnin að auglýsing í fjölmiðlum sé óþörf auk þess sem slíkt er afar dýrt.