Á döfinni hjá okkur á næstunni:
Mánudagskvöldið 12.nóvember kl.20 ætlum við að hafa spjallfund fyrir aðstandendur fullorðinna með flogaveiki. Fundurinn verður hér á skrifstofu félagsins að Hátúni 10b, 9.hæð, kl.20. Markmiðið er að hittast, spjalla, deila reynslu og styðja hvert annað. ATHUGIÐ! Þessi fundur er fyrir vini, systkini, maka, foreldra og aðra aðstandendur, EKKI fyrir þá sjálfa sem eru með flogaveiki.
Laugardaginn 24.nóvember kl.11 verður svo hinn árlegi jólafundur haldinn í Áskirkju. Þegar nær dregur verður nánar auglýst dagskrá og einnig skráning. EN, merkið endilega daginn inn á dagatalið ykkar strax.