Hjartans þakkir til allra hugrökku og duglegu hlauparanna okkar, sem tóku þátt í Rvk.-maraþoni s.l. helgi. Að þessu sinni söfnuðust um 270þúsund krónur. Peningarnir fara, eins og á síðasta ári, í fræðslumyndina sem við erum að láta gera um flogaveiki. Myndin verður sýnd á RÚV síðar í haust, en nú er einmitt verið að leggja lokahönd á vinnsluna. Þessir peningar nú til viðbótar við það sem hlauparar söfnuðu í fyrra greiða fyrir um helming kostnaðarins við framleiðslu myndarinnar. Frábært afrek, kæru vinir!