Minnum á hópastarfið okkar.
Næstu fundir:
Mánudagur 2/3 aðstandendur fólks m flogaveiki
Þriðjudagur 3/3 fullorðnir með flogaveiki
Mánudagur 13/4 aðstandendur fólks m flogaveiki
Þriðjudagur 14/4 fullorðnir með flogaveiki
Mánudagur 4/5 aðstandendur fólks m flogaveiki
Þriðjudagur 5/5 fullorðnir með flogaveiki
Fundirnir eru haldnir á skrifstofu félagsins kl.19,30.
Fundirnir byggja á hugmyndum um jafningjafræðslu.
Jafningjafræðsla felst t.d. í að skapa fólki, með sömu greiningu, svipaðar færniskerðingar eða sem býr við svipaðar aðstæður, vettvang til að miðla þekkingu og reynslu og styðja hvert annað.
Það getur verið mjög erfitt tilfinningalega að hafa langvinnan sjúkdóm eða að eiga barn eða annan nákominn með langvinnan sjúkdóm. Margar spurningar leita á hugann sem erfitt getur verið að gefa bein svör við. Hvert er hægt að leita eftir upplýsingum? Hverskonar hjálp þarf maður á að halda? Í fyrstu geta aðstæður virst ansi ruglingslegar. Jafningjafræðsla er til að hjálpa fólki með langvinna sjúkdóma að finna eigin leiðir út úr ringulreiðinni. Vinnan miðast við að miðla þeirri hagnýtu kunnáttu sem byggir á reynslu.