Skip to main content

PARKINSONSSAMTÖKIN BJÓÐA TIL FUNDAR!!

Ingibjörg H. Jónsdóttir heldur fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hóteli laugardaginn 17. janúar kl. 11.00.

Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar.

Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá þátttöku á www.parkinson.is eða í síma 552-4440.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. janúar.

Léttar veitingar í boði Parkinsonsamtakanna á Íslandi.