Skip to main content
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga ÖBÍ styrk til þátttöku í sumarskóla um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Skólinn verður haldinn dagana 16. til 20. júní 2014 í Galway, á vesturströnd Írlands.

ÖBÍ skorar á meðlimi aðildarfélaga að sækja um styrk til ferðarinnar. Í umsókn skal koma fram fullt nafn, aðildarfélag umsækjanda og stuttur rökstuðningur fyrir umsókn um styrkveitingu. Umsóknir skulu berast til Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur á netfangið anna@obi.is fyrir 28. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar veita Hrefna K. Óskarsdóttir, hrefna@obi.is og Sigurjón Sveinsson, sigurjon@obi.is á skrifstofu ÖBÍ.