Skip to main content

Umsóknarfrestur til að sækja um sumarhús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi rennur út 24. mars nk. Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000. Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags. Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00. Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum. Þar er hægt að fá dýnur lánaðar. Það er heitur pottur með báðum húsunum, uppþvottavél og þvottavél. Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum. Sjá nánar á heimusíðu félagsins http://www.umhyggja.is . Þeir sem hafa áhuga, eru beðnir að senda ósk um umsóknareyðublað á umhyggja@umhyggja.is.