Jólafundur
Okkar árlegi og bráðskemmtilegi jólafundur verður haldinn laugardaginn 7.desember kl.11-13 í Áskirkju, efri sal.
Dagskrá er hefðbundin:
· Jólahugvekja – Guðrún Kr.Þórsdóttir djákni hjá ÖBÍ.
· Aufúsugestur – Vilborg Arna pólfari kemur í heimsókn og segir okkur frá ævintýrum sínum, en tilvera hennar er svo sannarlega ekki eins og flestra annarra!
· Kaffiveitingar
· Jólasveinninn kemur í heimsókn og skemmtir börnum og fullorðnum.
Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti!
ATHUGIÐ! Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á jólafundinn. Hafið samband í netfang: lauf@vortex.is eða í síma: 551-4570 og takið fram fjölda fullorðinna og barna, í síðasta lagi mánudaginn 2.desember.